"Brostuverðlaunin"

Rafeyri varð fyrsti aðilinn til að hljóta "Brostuverðlaunin".

Það eru Ásprent-Stíll og Vikudagur sem standa að veitingu verðlaunanna. Rafeyri hlýtur janúarverðlaunin fyrir framlag sitt til samfélagsins með því að standa fyrir uppsetningu hjartans í Vaðlaheiði í samvinnu við Norðurorku og Becromal. Á aðventunni og um jólin var hjartað rautt en upp úr því var skipt yfir í hvítar perur og má með sanni segja að hjartað hafi lýst upp hug og hjörtu þeirra sem sjá það.

Davíð Hafsteinsson veitti verðlaununum viðtöku enda heilinn á bak við framkvæmdina. Birtist á forsíðu Vikudags mynd af honum og Bryndísi Óskarsdóttur, hönnunar- og viðskiptastjóra Stíls sem var tekin við það tækifæri. Uppátækið hefur fengið athygli landspressunar því áður hefur birtst mynd á forsíðu Morgunblaðsins þegar gönguhópurinn Níu og hálf vika fór ásamt fylgifiskum í hjartaaðgerð eftir að nokkuð af perum höfðu tekið upp á því að hætta að lýsa.