Skiparafmagn

Rafeyri hefur frá upphafi sérhæft sig í skiparafmagni enda var fyrirtækið stofnað upp úr rafmagnsdeild Slippstöðvarinnar á Akureyri. Rafeyri hefur ávallt haft náið samstarf við Slippinn á Akureyri bæði í viðhaldsverkefnum og nýsmíðum.

Listinn hér fyrir neðan er ekki tæmandi fyrir þau verk sem Rafeyri sinnir um borð í skipum en segir þó margt um hversu víðtæk þjónusta okkar við skip er:

 • Álagsprófun rafala
 • Forritun ýmiskonar iðnstýringa og hraðabreyta
 • Hönnun og smíði siglingaljósataflna
 • Hönnun rafkerfa í smábáta
 • Hönnun, nýsmíði og úttekt brunaviðvörunarkerfa
 • Hönnun og uppsetning rafkerfa fyrir frystikerfi
 • Kvörðun nema og rofa í aðvörunarkerfum
 • Leguskipti í rafölum og mótorum
 • Myndun á rafmagnstöflum og ýmsum kerfum með hitamyndavél
 • Sala og uppsetning nýrra aðvörunarkerfa
 • Sala og uppsetning nýrra kallkerfa
 • Stilling á rafalavörnum
 • Stýrikerfi fyrir millidekk, hönnun, teikning og uppsetning
 • Útleiðslumælingar og viðgerðir
 • Úttekt á rafmagnshluta slökkvikerfa