Háspenna

Rafeyri hefur í æ ríkari mæli lagt áherslu á sérhæfingu starfsmanna sinna á sviði háspennu og í því sambandi sent menn á námskeið hérlendis sem og erlendis til að afla sér þekkingu og réttinda. Rafeyri hefur því á að skipa réttindamönnum sem tengja mega allt að 145 kV endabúnað og jarðmúffur.

Til að auka rekstraröryggi og minnka sjónmengun hefur tilhneigingin verið að leggja raflínur í jörð, byggja hús utan um tengivirki og breyta búnaði tengivirkja úr lofteinangruðum búnaði AIS í gaseinangraðan búnað GIS. Gasið sem mest er notað sem einangrari í GIS tengivirkjum kallast SF6 og er 23.500 sinnum verri gróðurhúsaloftegund en CO2 . SF6 gasið er mjög vandmeðfarið og krefst sérþekkingar. Rafeyri hefur sent menn á námskeið í meðhöndlun á gasinu og hefur því nú á að skipa mönnum sem hafa öll réttindi til meðhöndlunar á því.

Þegar óblíð vetrarveður geysa á landinu reynir á línudeildir Landsnets og RARIK að halda öllu dreifikerfinu gangandi. Rafeyri hefur á að skipa línumönnum sem hafa aðstoðað veiturnar þegar svona krísuástand myndast og gera þarf við háspennulínur eins fljótt og kostur er.

Rafeyri á ásamt Orkuvirki og Norðurorku spennuvirki NORAK við aflþynnuverksmiðju TDK í Krossanesi á Akureyri. Virkið samanstendur af fjórum 132/11 kV, 25 MVA aflspennum með viðeigandi 132 kV rofabúnaði. Til að fæða verksmiðjuna eru í virkinu 25 stk. 11 kV aflrofar ásamt 8 stk. af CosF leiðréttingabúnaði.