Almennar raflagnir

Rafeyri annast almenna þjónustu í heimahúsum, skrifstofum og iðnfyrirtækjum, bæði viðhald og nýframkvæmdir. Starfsmenn Rafeyrar leitast við að skila metnaðarfullu verki um leið og þeir benda á snjallar og hagkvæmar lausnir.

Innan Rafeyrar er starfrækt tæknideild sem er fær um að hanna öll þau kerfi sem krafist er og prýða eiga nútímahúsnæði þar sem fólk vill láta sér líða vel.

Þau helstu húskerfi sem sérfræðingar Rafeyrar hafa reynslu og þekkingu til að hanna og þjóna eru:

 • Aðgangsstýringarkerfi
 • Almenn 400/230V afldreifing
 • Brunaviðvörunarkerfi
 • Dali ljósa-stýringarkerfi
 • Dyrasímakerfi t.d. með mynd
 • Hitastýrikerfi
 • Jarðbindikerfi
 • KNX hússtjórnarkerfi
 • KNX ljósa-stýringarkerfi
 • Loftnetskerfi
 • Lýsingarkerfi hönnuð í Dialux lýsingarhönnunarforritinu
 • Myndavélakerfi
 • Símstöðvar
 • Tölvu- og símalagnir
 • Þjófavarnarkerfi
 • Þráðlausir ljósarofar (t.d. í endurbyggingu gamalla húsa)